TILGANGUR
Menntunarsjóðsins
Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar veitir menntunarstyrki til tekjulágra kvenna, oft einstæðra mæðra, hvaðanæva af landinu. Sjóðurinn veitir konum námsstyrki til fagnáms, starfsréttindanáms, framhaldsskólanáms og háskólanáms.
Áhrifamáttur Menntunarsjóðsins sést best þegar styrkþegar bæta líf sitt með aðstoð Menntunarsjóðsins sem fjölgmörg dæmi erum um eins og sjá má á siðunni
styrkþegar.
Mæðrablómið
Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur efnir til sérstaks átaks til að afla sjóðnum tekna með sölu Mæðrablóms í tengslum við mæðradaginn; annan sunnudag í maí.
Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á fréttasíðu Menntunarsjóðsins og upplýsingar og myndir birtast á Facebook-síðu sjóðsins.
Hönnuðir hafa lagt Menntunarsjóðnum lið með því að gefa vinnu sína við hönnun Mæðrablómsins.
FRÉttir
UMSóknir
Í maí ár hvert er auglýst eftir umsóknum fyrir komandi skólaár. Minnum fyrri styrkþega á að sækja þarf um styrk ár hvert.
Sjóðurinn veitir konum námsstyrki til fagnáms, starfsréttindanáms, framhaldsskólanáms og háskólanáms.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt fylgigögnum má senda á netfangið: menntun@maedur.is.
STjórn
Í stjórn Menntunarsjóðsins sitja:
Guðríður Sigurðardóttir, formaður
Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
Berglind Skúladóttir Sigurz, gjaldkeri
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, ritari
og Guðrún Inga Ingólfsdóttir, meðstjórnandi
Varamenn í stjórn eru:
Anna Sigrún Baldursdóttir
Sigríður Hallgrímsdóttir
stuðningsaðilar
Leitast er við að afla Menntunarsjóðnum stuðningsaðila og hafa eftirtaldir lagt sjóðnum lið með fjárframlögum, efni og vinnu, og eru þeim færðar miklar þakkir fyrir