• 2023 - Þórunn Árnadóttir

    Árið 2023 var Mæðrablómið í sjötta sinn Leyniskilaboðakerti, hönnuð af Þórunni Árnadóttur sem likt og fyrr gaf alla sína vinnu.

  • 2022 - Þórunn Árnadóttir

    Árið 2022 var mæðrablómið enn og aftur Leyniskilaboðakerti, hönnuð af Þórunni Árnasdóttur sem gaf alla sína vinnu.

  • 2021 - Þórunn Árnadóttir

    Árið 2021 var mæðrablómið í fjórða sinn Leyniskilaboðkerti, og gaf hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir enn alla sína vinnu.

  • 2020 - Þórunn Árnadóttir

    Árið 2020 var mæðrablómið í þriðja sinn Leyniskilaboðakerti, og gaf Þórunn Árnadóttir, hönnuður, enn og aftur alla sína vinnu.

  • 2019 - Þórunn Árnadóttir

    Árið 2019 var mæðrablómið aftur Leyniskilaboðkerti og í annað sinn gaf Þórunn Árnadóttir, hönnuður, vinnu sína.

  • 2018 - Þórunn Árnadóttir

    Árið 2018 var mæðrablómið  í formi Leyniskilaboðkerta,  hannað af Þórunni Árnadóttur.

  • 2017 - Eldri blómavörur

    Árið 2017 var ákveðið að selja í Kringlunni og í Heimkaupum það sem eftir var af þeim blómavörum sem Menntunarsjóðurinn hafði látið framleiða árin áður.

  • 2016 - TULIPOP

    Árið 2016 er mæðrablómið, sem TULIPOP hannaði, prentað á fjölnota innkaupapoka sem nota má á margan hátt. 

  • 2015 - TULIPOP

    Árið 2015 er mæðrablómið hannað af TULIPOP og er það blómaknúppur og kúlur sem prýða lyklakippu sem merkt er Mæðrablóm.

  • 2014 - Lifandi rós

    Árið 2014 var farin sú leið að mæðrablómið var lifandi rós sem seld var í Kringlunni.

  • 2013 - Snæfríður Þorsteinsdóttir

    Árið 2013 tilnefndi Steinunn Snæfríð Þorsteins, hönnuð, til að taka við keflinu og hannaði Snæfríð sérstaklega fallegt mæðrablóm úr pappír. Aftur lögðu sjálfboðaliðar fram krafta sína og útbjuggu blómið undir hennar stjórn.

  • 2012 - Steinunn Sigurðardóttir

    Árið 2012 var fyrsta blómið gert fyrir sjóðinn og þá hannaði fatahönnuðurinn  Steinunn Sigurðardóttir,  fallegt rautt mæðrablóm sem sjálfboðaliðar framleiddu undir hennar stjórn.