Menntunarsjóður

Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

Styrkjum tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar
STYRKJA

Menntunarsjóður

Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

Styrkjum tekjulágar konur til menntunar
STYRKJA SJÓÐINN

TILGANGUR

Menntunarsjóðsins

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar veitir menntunarstyrki til tekjulágra kvenna, oft einstæðra mæðra, hvaðanæva af landinu. Sjóðurinn veitir konum námsstyrki til fagnáms, starfsréttindanáms, framhaldsskólanáms og háskólanáms.


Áhrifamáttur Menntunarsjóðsins sést best þegar styrkþegar bæta líf sitt með aðstoð Menntunarsjóðsins sem fjölgmörg dæmi erum um eins og sjá má á siðunni styrkþegar.

SÆKJA UM STYRK

Styrkjum konur til náms

Stofnfé og höfuðstóll sjóðsins er 5 milljónir króna og byggist á gjöf Elínar Storr til Mæðrastyrksnefndar. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins má verja vöxtum af höfuðstólnum, ásamt fé sem safnast í sjóðinn, til að styrkja konurnar.


Allt starf kringum sjóðinn er sjálfboðastarf svo allt fé sem safnast fer beint til að styrkja konur til náms.


 Almenningur og fyrirtæki geta styrk sjóðinn, og þar með konur til náms.


Frjáls framlög eru þegin með kærum þökkum: 

Banki: 515-14-407333

Kennitala: 660612-1140


Mánaðarleg framlög eru jafnvel enn betri, auðvelt að byrja og halda áfram
Með mánaðarlegum framlögum þá fæst stöðugari féstraumur sem gerir stjórn Menntunarsjóðsins kleift að skipuleggja starfsemina betur, til skemmtri og lengri tima.

STYRKJA SJÓÐINN

 Menntunarsjóðurinn er á almannaheillaskrá Skattsins og því geta styrkaraðilar (einstaklingar og fyrirtæki) fengið framlög til sjóðsins frádráttarbær frá tekjuskattstofni og lækkað skatta sína ásamt því að styrkja gott málefni. Framlög gefin frá 1. nóvember 2021 eru frádráttarbær frá skatti. 

Styrkjum

Konur til náms

Stofnfé og höfuðstóll sjóðsins er 5 milljónir króna og byggist á gjöf Elínar Storr til Mæðrastyrksnefndar. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins má verja vöxtum af höfuðstólnum, ásamt fé sem safnast í sjóðinn, til að styrkja konurnar.


Allt starf kringum sjóðinn er sjálfboðastarf svo allt fé sem safnast fer beint til að styrkja konur til náms.


 Almenningur og fyrirtæki geta styrk sjóðinn, og þar með konur til náms.


Frjáls framlög eru þegin með kærum þökkum: 

Banki: 515-14-407333

Kt: 660612-1140


Mánaðarleg framlög eru jafnvel enn betri, auðvelt að byrja og halda áfram
Með mánaðarlegum framlögum þá fæst stöðugari féstraumur sem gerir stjórn Menntunarsjóðsins kleift að skipuleggja starfsemina betur, til skemmtri og lengri tima.


STYRKJA SJÓÐINN

 Menntunarsjóðurinn er á almannaheillaskrá Skattsins og því geta styrkaraðilar (einstaklingar og fyrirtæki) fengið framlög til sjóðsins frádráttarbær frá tekjuskattstofni og lækkað skatta sína ásamt því að styrkja gott málefni. Framlög gefin frá 1. nóvember 2021 eru frádráttarbær frá skatti. 

Mæðrablómið

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur efnir til sérstaks átaks til að afla sjóðnum tekna með sölu Mæðrablóms í tengslum við mæðradaginn; annan sunnudag í maí.


Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á fréttasíðu Menntunarsjóðsins og upplýsingar og myndir birtast á Facebook-síðu sjóðsins.


Hönnuðir hafa lagt Menntunarsjóðnum lið með því að gefa vinnu sína við hönnun Mæðrablómsins.

Lesa meira
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button
  • Slide title

    Write your caption here
    Button

FRÉttir

07 May, 2024
„Ég hélt ekki að ég gæti sótt um þennan styrk. Ég var í miðju háskólanámi í sálfræði og ég hélt að þetta væri frekar fyrir konur sem væru að klára framhaldskóla eða jafnvel konur af erlendum uppruna til að taka íslensku til að komast inn á vinnumarkaðinn.“ Hún bendir á að það að sækja um styrk hjá Menntunarsjóði hafi verið örþrifaráð sem reyndist síðan sá stuðningur sem varð til þess að hún gat klárað námið. Viðmælandi okkar var komin langt í sálfræðinámi við Háskólann í Reykjavík þegar hún veikist. Veikindin ullu því að hún þurfti að vera frá námi eina önn og byrja síðan rólega aftur með því að taka færri áfanga. Þetta gerði það að verkum að hún gat ekki lengur sótt um námslán sem var lykillinn að því að geta borgað skólagjöldin. „Það er gerð krafa um að þú ljúkir ákveðið mörgum áföngum önnina áður til að geta fengið áfram lán. Staðreyndin er bara að þetta er dýrt nám og erfitt að vera einstæð móðir og ætla sér að komast í gegnum háskólanám í HR.“ Að fá styrk frá Menntasjóði mæðrastyrksnefndar til að greiða hlut í skólagjöldunum og kostnað við bókakaup var það sem bjargaði málunum. „Þetta var stoðin sem ég þurfti til að geta haldið áfram og klárað þessa síðustu önn,“ segir viðmælandi sem útskrifaðist með BS próf í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2023. Spurð að því hvernig það hafi komið til að hún sótti um styrkinn til Menntasjóðsins, segir hún frá því að þetta ár hafi hún tekið ákvörðun um að koma í jólaúthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd. Þar hafi hún farið að ræða um sínar aðstæður við starfsfólk sem vann við úthlutunina. „Það var þá sem ég var hvött af starfsfólkinu sem tók á móti mér til að sækja um námsstyrkinn. En, eins og ég segi, það kom mér á óvart að þetta væri styrkur sem veittur væri í háskólanám og að þetta væri eitthvað sem ég gæti sótt um í þessum aðstæðum sem ég var í.“ Hún bendir jafnframt á mikilvægi þess fyrir alla sem eru í svipuðum sporum að leita allra leiða sem eru í boði, að gefast ekki upp og reyna að forðast að upplifa skömm vegna þess að maður þurfi að leita eftir stuðningi. Aðstæður viðmælenda okkar hafa verið krefjandi allt frá því hún hóf menntaskólagöngu. „Ég byrjaði í raun fyrir alvöru í menntaskóla þegar dóttir mín var í kringum eins árs og gerði þetta síðan bara hægt og rólega.“ Á þessum árum voru þær mæðgur ýmist á almennum leigumarkaði eða í húsnæði í gegnum Félagsmálastofnun. „Síðan, um leið og ég klára stúdentinn 2017, þá sæki ég um leiguíbúð í gegnum BN (Byggingarfélag námsmanna) og fer beint í nám í háskólanum.“ Hún bendir á að það að hún hafi getað verið í námi allan þennan tíma, fyrst í framhaldskóla og svo háskóla, hafi í raun haldið þeim mæðgum á floti, eins og hún kemst að orði. „Ég er búin að búa í íbúðinni hjá BN alveg síðan ég byrjaði í háskólanum en nú er komið að því að ég er að flytja.“  Það má með sanni segja að lífið hafi tekið miklum breytingum síðan. Í dag er hún komin í sambúð, nýtt barn hefur bæst í hópinn og fjölskyldan er búin að kaupa sér íbúð sem þau eru að flytja í. „Þvílík gjörbreyting þetta síðasta ár. Þess vegna langar mig líka svo að gefa til baka. Ég var að njóta aðstoðar og nú er komið að því að ég get stutt aðra.“
14 Mar, 2024
Leiðir nýsköpunarrannsókn í matvælafræði
SJÁ ALLAR FRÉTTIR

UMSóknir

Í maí ár hvert er auglýst eftir umsóknum fyrir komandi skólaár. Minnum fyrri styrkþega á að sækja þarf um styrk ár hvert. 


Sjóðurinn veitir konum námsstyrki til fagnáms, starfsréttindanáms, framhaldsskólanáms og háskólanáms.


Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt fylgigögnum má senda á netfangið: menntun@maedur.is.

STjórn

Í stjórn Menntunarsjóðsins sitja Guðríður Sigurðardóttir, formaður, Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Áslaug Ágústsdóttir, gjaldkeri, Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, ritari, og Guðrún Inga Ingólfsdóttir, meðstjórnandi. Varamenn í stjórn eru þær Anna Sigrún Baldursdóttir og Sigrún Katrín Sigurjónsdóttir.

stuðningsaðilar

Leitast er við að afla Menntunarsjóðnum stuðningsaðila og hafa eftirtaldir lagt sjóðnum lið með fjárframlögum, efni og vinnu, og eru þeim færðar miklar þakkir fyrir

SJÁ STUÐNINGSAÐILA
Share by: